KA sigraði í öllum þeim þrem flokkum sem keppt var í um helgina í bikarmóti BLÍ í KA-heimilinu. Frábær árangur hjá þessum efnilegu blakmönnum framtíðarinnar.
Í þriðja flokki pilta sigru KA-strákar HK og Þrótt Nes en töpuðu fyrir Stjörnunni með minnsta mun. KA og Stjarnan hlutu átta stig bæði félög, en KA hafði sigur í 8 hrinum en töpuðu 4. Stjörnumenn sigruðu einnig í átta hrinum en þeir töpuðu 5 hrinum. HK varð í þriðja sæti og Þróttur Nes í því fjórða.
Í 3. flokki stúlkna hafði KA yfirburði og sigraði alla sína leiki í þremur hrinum gegn engri - gegn Þrótti N 1, Þrótti N 2 og HK.
Í 2. flokki stúlkna sigraði KA - unnu Þrótt N og HK en tapaði fyrir Stjörnunni. KA sigraði í 7 hrinum en tapaði í 5. Í öðru sæti varð Þróttur N, í því þriðja Stjarnan og HK í fjórða sæti.
Framkvæmd bikarmótsins tókst með miklum ágætum og er aðkomuliðunum - Þrótti Nes, HK og Stjörnunni - þakkað fyrir þátttökuna og skemmtilega helgi.