Nú þegar veturinn er að enda eru KA húfur loksins komnar í sölu en KA húfur fyrir krakka, foreldra og stuðningsmenn hafa ekki verið í boði lengi.Það var frumkvæði foreldraráðs þriðja flokks karla í knattspyrnu að láta framleiða húfur og munu

þær verða til sölu í KA heimilinu. Ætlunin var að fá þær fyrir jólin en það tók sinn tíma að fá þær og nú er biðin á enda.
Þó veður fari hlýnandi er alltaf gott að eiga húfu með merki félagsins. Hvetjum við alla til að fá sér KA húfu hvort sem þeir eru í knattspyrnu, handbolta, blaki eða júdó eða bara gallharðir KA menn.
Húfurnar eru til sölu í KA heimilinu og kosta 1500 krónur.