Þann 8. janúar verður Knattspyrnufélag Akureyrar 80 ára. Í tilefni afmælisins verður nóg um að vera. Boðið verður uppá glæsilega dagskrá fyrir alla aldurshópa.
Á afmælisdaginn sjálfan 8. janúar, býður KA öllum í afmæliskaffi kl. 17:00 og jafnframt verður kjöri á íþróttamanni KA lýst eins og venja er á þessum degi. Dagskránni lýkur kl. 19:00 með glæsilegri flugeldasýningu.
Föstudaginn 11. janúar verður stórhátíð í KA - heimilinu, en þá mætir DJ Páll Óskar á svæðið og heldur dúndur afmælispartý. Fyrst býður KA öllum sem vilja koma á fjölskylduskemmtun milli kl. 16:00 og 19:00 en síðar um kvöldið verður risa dansleikur fyrir 16 ára og eldri og þá kostar 1000 kr inn.
Laugardaginn 12. janúar verður svo aðal afmælishátíðin, þriggja rétta kvöldverður með skemmtiatriðum. Veislustjóri verður snillingurinn Friðfinnur Hermannsson. Miðaverð er 5000 kr. og er miðasala hafin í KA - heimilinu.
Við vonum að sem flestir KA - menn sjái sér fært að mæta á einhvern af þessum viðburðum. Til hamingju með afmælið KA - menn !