Kári Pétursson er fæddur 1996 og kemur frá Stjörnunni á láni. Hann getur leikið sem vinstri bakvörður og á miðjunni. Hann á að baki fimm leiki með yngri landsliðum Íslands en í september síðast liðin lék hann þrjá leiki með U18 ára liði Íslands ásamt Gauta Gauta og Ívari Sigurbjörns. Þeir þrír hafa í vetur verið í undirbúningshóp fyrir næsta U19 ára lið Íslands sem leikur í undankeppni EM næsta haust.
Bjarni Jó þjálfari hafði þetta um Kára að segja: ,,Kári kemur á láni frá Stjörnunni en hann er einn af ungu og efnilegum strákum sem eru að koma þar upp. Hann kemur til með að styrkja enn fremur leikmannahópinn en til gamans má geta að hann á ættir að rekja til Akureyrar. Pétur Bjarnason er faðir hans en hann lék á sínum tíma með KA."