Kemst Þór/KA í undanúrslit bikarkeppninnar?

Mikið undir í bikarnum í kvöld
Mikið undir í bikarnum í kvöld

Kvennalið Þórs/KA mætir í kvöld sterku liði Stjörnunnar í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins. Leikurinn fer fram á Samsung vellinum í Garðabæ klukkan 18:00. Það má reikna með hörkuleik enda bæði lið afar sterk og líkleg til afreka þegar til undanúrslitanna er komið.

Stjarnan er í 2. sæti í Pepsi deildinni á meðan okkar lið er í 6. sæti deildarinnar eftir smá dífu að undanförnu. Það er hinsvegar ekki spurt um stöðu í deildinni þegar kemur að bikarnum.

Við hvetjum alla sem eru staddir fyrir sunnan til að mæta á leikinn, það er alltaf mikil spenna í bikarkeppninni og okkar lið er hungrað í Bikarmeistaratitilinn, áfram Þór/KA!