KF á laugardaginn

Jakob á Spáni með KA en hann er á láni hjá KF.
Jakob á Spáni með KA en hann er á láni hjá KF.

Meistaraflokkurinn leikur æfingaleik gegn KF á laugardaginn kl. 13:30 á KA-velli.

Strákarnir undir stjórn Bjarna og Túfa hafa verið að ná í góð úrslit undanfarið en þeir hafa unnið sex og gert eitt jafntefli í síðustu sjö leikjum.

2-1 sigur gegn Dalvík/Reyni í æfingaleik.
3-0 sigur gegn Tindastól í æfingaleik
3-2 sigur gegn HK í Lengjubikarnum.
2-1 sigur gegn Leikni í Lengjubikarnum.
1-1 jafntefli gegn Fylki í æfingaleik á Spáni.
3-1 sigur gegn Mar Menor á Spáni.
4-0 sigur gegn Fylki í Lengjubikanrum.

KF leika undir stjórn Dragans sem þjálfaði áður Völsung, Þór/KA og hjá Þór. Með liðinu leika KA-mennirnir Jakob Hafsteinsson og Aksentije Milisic sem verða í láni hjá KF í sumar frá KA. Liðið fékk fimm stig í Lengjubikarnum í fimm leikjum en eini sigurleikurinn kom gegn Tindastól. KF verða með nokkra sterka útlendinga í sumar sem spiluðu ekki með liðinu í Lengjubikarnum en kæmi það ekki á óvart að einhverjir af þeim yrðu með á Laugardaginn.