Knútur Otterstedt, fyrrverandi formaður KA, lést sl. þriðjudag, 12. febrúar, á Dvalarheimilinu Hlíð. Knútur var formaður KA á árunum 1963-1968. Knattspyrnufélag Akureyrar hugsar til Knúts með þakklæti og virðingu fyrir störf hans fyrir félagið og vottar eiginkonu hans og öðrum ættingjum samúð.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju á morgun þriðjudaginn 19. febrúar kl. 13.30.