Konukvöld í KA heimilinu

Mikið stuð á konukvöldinu
Mikið stuð á konukvöldinu
Það var mikið hlegið, talað og skemmt sér þegar um 50 konur mættu á konukvöld í Ka heimilinu. Boðið var upp á fordrykk og gómsæta rétti frá hótel KEA og konfekt frá Nóa Síríus. Ragga og Ingi tóku á móti gestum með skemmtilegri tónlist. Stefán Guðnason, handboltaþjálfari og reynslubolti í samskiptum kynjanna, var ræðumaður kvöldsins og fór á kostum. Sýnd voru föt, hönnuð og saumuð af Lindu og Heddu, og vöktu þau mikla hrifningu. Veislustjóri kvöldsins var Eva Reykjalín. Auk þess að vera stórskemmtileg og heillandi dró hún allar konurnar fram á gólfið í smá danskennslu enda salsa drotting bæjarins. Ekki má gleyma Rúnari og Hlyn sem stóðu sig vel á barnum.

Dregnir voru út fjölmargir happdættisvinningar gestum til aukinnar ánægju og yndisauka. Um var að ræða alls kyns gjafabréf frá m.a. Hótel KEA, Aqua Spa og Átaki, Abaco, vörur frá Hári og heilsu, o.fl. Er öllum þessum fyrirtækjum þakkaður stuðningurinn og jafnframt blómabúðinni Býflugunni og blóminu og starfsfólkinu í KA heimilinu. Hrefna Torfadóttir, formaður KA, var meðal gesta og var mjög ánægð með kvöldið. Hún sagðist vona að þetta kvöld væri bara það fyrsta af mörgum skemmtilegum konu- og herrakvöldum í framtíðinni hjá KA fólki og gestum þeirra.

Myndir frá kvöldinu er hægt að sjá með því að smella hér.