Þann 14. mars næstkomandi munu KA-konur gera sér glaðan dag þegar að konukvöld KA/Þórs verður haldið hátíðlegt í veislusal KA, í KA-heimilinu. Mikil og fjölbreytt dagskrá, ásamt kvöldverði verður í boði - miðaverð aðeins 3.900 kr.
Þríréttað verður en boðið verður upp á fordrykk, ásamt grísalund og meðlæti og loks kaffi og súkkulaði í eftirrétt. Trúbador verður á staðnum, ásamt snyrtivörukynningu. Síðan mun veislustjóri halda utan um skemmtunina og ræðumaður kvöldsins verður ekki af verri endanum. Þá sláum við ekki slöku við og verðum með happadrætti, þar sem vinningarnir verða hver öðrum glæsilegri.
Tökum höndum saman og skemmtum okkur rækilega!
Miðapantanir eru hjá Siguróla í síma 692-6646 eða siguroli@ka-sport.is