Nú á fimmtudaginn stendur KA fyrir kótilettukvöldi. Maturinn hefst 19:30 og stendur til 21:00. Á boðstólnum verða 1. flokks kótilettur í raspi ásamt meðlæti. Verðinu er heldur betur stillt í hóf enda kostar aðeins 2000kr.
Viðburðurinn er gerður til þess að félagsmenn hittist og ræði málin og gæði sér á dýrindis kvöldverð. Tveir framsögumenn munu vera til taks. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri félagsins, mun renna eilítið yfir starfið og nýungar í starfinu, ásamt því að hægt verður að spyrja hann um málefni sem brenna á mönnum.
Það eru Vídalín Veitingar sem sjá um að elda matinn og því verður enginn svikinn af því að mæta. Hægt er að láta vita um komu sína með því að senda tölvupóst á siguroli@ka.is - skráning er þó ekki bindandi, heldur einungis til þess að hægt sé að áætla fjölda í matinn.
Sjáumst hress og kát á fimmtudaginn!