Í kvöld fer fram kynningarkvöld knattspyrnudeildar KA, en þar munu þjálfarar liðsins kynna lið sumarsins til leiks. Ársmiðasala hefst og verða léttar veitingar í boði fyrir gesti og gangandi. Þessi kvöld eru ávalt skemmtileg og góð upphitun fyrir stórleikinn á laugardaginn þegar að Fram kemur í heimsókn á KA-völl kl. 16.00. Við hvetjum alla KA-menn, og áhugafólk um knattspyrnu að líta við í kvöld og ekki síður á leikinn á laugardaginn.