Kynningarkvöld knattspyrnudeildar er á föstudaginn

Kynningarkvöld knattspyrnudeildar KA fer fram á morgun, föstudag í KA-heimilinu. Herlegheitin hefjast 20:30 og verða léttar veitingar í boði.

Srdjan Tufegdzic Túfa mun kynna liðið og sitt starfslið og ræða um komandi sumar, ásamt því að formaður knattspyrnudeildar mun ávarpa samkomuna.

Sala á ársmiðum hefst þetta kvöld en um að gera er að tryggja sér miða í tíma til þess að minnka ötröð sem myndast á fyrstu leikjunum !