Kynningarkvöld knattspyrnudeildar KA er á fimmtudaginn

Léttar veitingar í boði
Léttar veitingar í boði

Hið árlega kynningarkvöld knattspyrnudeildar KA fer fram á fimmtudaginn kl. 20:00 í KA-heimilinu. Við hvetjum alla áhugamenn um knattspyrnu að láta sjá sig. Sala ársmiða verður á staðnum og léttar veitingar í boði.

Bjarni og Túfa, þjálfarar liðsins, munu kynna liðið til leiks. Þetta er tilvalið tækifæri til þess að hita upp fyrir komandi knattspyrnusumar!

20:00 á fimmtudaginn (7. maí) í KA-heimilinu.