Landsliðsæfingar um helgina hjá stelpunum

Sandra María og Lára Einars.
Sandra María og Lára Einars.

Um helgina fara fram úrtaksæfingar hjá U17 og U19 og landsliðsæfingar hjá A-landsliðinu.

KA-stúlkurnar Anna Rakel Pétursdóttir, Harpa Jóhannsdóttir, Saga Líf Sigurðardóttir, Sara Jóhannsdóttir og Vaka Rán Þórisdóttir fara á U17 æfingar ásamt stöllum sínum úr Þór Andreu Mist Pálsdóttur og Karen Sif Jónsdóttur. KA á flesta fulltrúa á úrtaksæfingunum ásamt FH-ingum og má því segja að framtíðin sé björt hjá Þór/KA þar sem það eru sjö stelpur boðaðar frá Akureyrarfélögunum. 

Tveir leikmenn úr Þór/KA fara á U19 æfingar en það eru KA-maðurinn Lára Einarsdóttir og Þórsarinn Lillý Rut Hlynsdóttir. Þá voru Arna Sif Ásgrímsdóttir, Katrín Ásbjörnsdóttir og Sandra María Jessen boðaðar á landsliðsæfingar undir stjórn Freys Alexanderssonar sem tók við liðinu í haust.