Leik Þór/KA og Vals frestað

Leik Þórs/KA og Vals sem átti að fara fram annaðkvöld á Akureyri hefur verið frestað. Var það gert að ósk Þór/KA vegna landsliðsverkefnis Önnu Rakelar Pétursdóttur og Andreu Mist Pálsdóttur en þær eru að leika með U17 landsliði kvenna á Evrópumótinu sem fer fram á Íslandi. Ekki er búið að ákveða nýja dagsetningu á leiknum.