Leikur Víkings Ólafsvík og KA sýndur á SportTV

Það er stórleikur í 1. deild karla í dag þegar KA mætir til Ólafsvíkur og spilar gegn heimamönnum. Víkingar hafar þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn og þar með sæti í úrvalsdeild að ári en KA er í harðri baráttu um að fylgja þeim upp.

SportTV ætlar að sýna leikinn sem eru frábærar fréttir fyrir alla stuðningsmenn sem ekki eiga þess kost að fylgja liðinu á Snæfellsnesið.

Ekki þarf að hafa mörg orð um mikilvægi leiksins fyrir KA menn sem sitja í öðru sæti deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir af deildinni. Spennan er mikil í baráttunni um 2. sætið og í raun eiga sex lið fræðilegan möguleika á sætinu, KA, Þróttur, Þór, Haukar, Fjarðabyggð og Grindavík.

Hér fyrir neðan er hægt að fylgjast með útsendingunni, leikurinn og útsendingin hefst klukkan 14:00.