Like leikur hjá KA í desember á facebook.

Doktorinn gefur fyrstu vinningana
Doktorinn gefur fyrstu vinningana

Í desember á facebook ætlum við að skella í smá like leik hérna hjá okkur í KA.

Við ætlum að gefa 5 pör af 60 ára sögu KA og 70 ára sögu KA, sem og 5 trefla.

Hér má komast inn á facebook síðu okkar.

 

Einnig viljum við benda á að í desember munum við hafa heimsendingu á treflum og bókunum.

Parið af bókunum mun vera á 1.500 krónur. Sem er gjöf en ekki gjald. (Ef fólki vantar bara aðra bókina er það 1.000 krónur)
Treflarnir eru á 2.500 krónur stykkið, en 2.000 krónur ef keyptir eru 3 eða fleiri saman.

Við bendum jólasveinunum á að við veigrum okkur ekki við að renna upp í hlíðarfjall ef þeir vilja fjárfesta í góðum gjöfum fyrir þæga krakka.

Endilega verið í sambandi við Ragnar í síma 865-1712 og á sunnudögum í desember munum við senda heim pöntuð eintök.