Lokahóf knattspyrnudeildar KA er á laugardaginn

Lokahóf knattspyrnudeildar KA fer fram á laugardaginn. Hófið verður haldið í glæsilegum veislusal KA-heimilisins og opnar húsið kl. 19:00. Öllum KA-mönnum stendur til boða að vera með og kostar miðinn 4900kr. Innifalið í miðanum er er fordrykkur, matur og skemmtun. Handhafar gullkorta KA fá frítt á þennan viðburð. 

Plötusnúður kvöldsins er Pétur Guðjónsson. 

Strikið sér um matinn og verður bleikja í forrétt og lamb í aðalrétt og ís í eftirrétt.

Vinsamlegast skráið mætingu hjá Ragnari í síma 8651712 eða á ragnar@ka.is