Ágúst Stefánsson skrifar
Í gærkveldi fór fram lokahóf Akureyrar Handboltafélags. Fyrsta tímabili félagsins er lokið, 2. flokkur á reyndar einn leik eftir, og því var fagnað. Af því tilefni var þeim leikmönnum sem þóttu hafa skarið framúr í vetur verðlaun. Tvö óvenjuleg verðlaun voru veitt sem eiga þó algjörlega rétt á sér. Hjá körlunum var félagi ársins valinn og hjá stelpunum var vinsælasta stúlkan valin. Þessir titlar fengu leikmenn sem höfðu hjálpað hvað mest upp á móralinn í liðinu. Úrslit kvöldsins voru þessi:
Karlar
Besti leikmaður meistaraflokks: Andri Snær Stefánsson
Mestu framfarir meistaraflokks: Sveinbjörn Pétursson
Félaginn: Þorvaldur Þorvaldsson
Besti leikmaður 2. flokks: Sveinbjörn Pétursson
Mestu framfarir 2. flokks: Valdimar Þengilsson
Konur
Besti leikmaður meistaraflokks: Guðrún Helga Tryggvadóttir
Vinsælasta stúlkan: Erla Hleiður Tryggvadóttir
Besti leikmaður unglingaflokks: Lilja Sif Þórisdóttir
Mestu framfarir unglingaflokks: Unnur Ómarsdóttir
Frétt frá handboltasíðu. Ágúst Stefánsson skrifar