11.11.2012
Í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarbæjar og 100 ára afmæli Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, mun
íþróttabandalag Akureyrar standa fyrir málþingi 16.nóvember 2012 kl. 16:00-19:00 í Háskólanum á Akureyri, sal M102.
Umræðuefni þingsins tengist íþróttaiðkun barna og unglinga s.s. álag við að stunda íþróttir, samstarf
íþróttafélaga, þjálfara og foreldra o.fl.
Fyrirlesarar eru:
Dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson
prófessor við Íþróttafræðisetur Háskóla Íslands
Sonja Sif Jóhannsdóttir, master í íþrótta- og heilsufræði
Þórdís L. Gísladóttir, aðjúnkt við Háskóla Reykjavíkur
Ellert Örn Erlingsson, íþróttasálfræðingur og íþróttafulltrúi Akureyrarbæjar.
Fyrirspurnir og umfræður að loknum erindum.
Stjórnandi málþingsins er Ágúst Þór Árnason,
deildarformaður lagadeildar Háskólans á Akureyrir.
Allir sem áhuga hafa eru hvattir til að mæta.
Þáttaka er ókeypis
Stjórn ÍBA
iba@iba.is