Margrét með tvö mörk

Margrét Árnadóttir byrjaði í framlínu undir 17 ára liði Íslands gegn Færeyjum. Margrét lagði upp tvö fyrstu mörk Íslands þar sem hún átti góðar sendingar inn fyrir vörn Færeyja. Margrét lét ekki þar við sitja heldur skoraði hún einnig tvö mörk áður en fyrri hálfleikur var úti. Staðan í hálfleik var 5-0 og breytti Úlfar liðinu talsvert án þess að gera skiptingar og var Margrét sett í bakvörðin sem hún leysti vel þangað til hún var tekin útaf þegar um 15 mín voru eftir af leiknum. Íslensku mörkin voru jafn mörg í báðum hálfleikjum og 10-0 sigur því niðurstaðan. 

Á föstudaginn þá kom Margrét inná á hægri kantinn í um 20 mínútur gegn N-Írum en sá leikur endaði 7-0 Íslandi í vil. 

Niðurstaðan því þrír sannfærandi sigrar og markatalan 20-1 hjá Íslandi. Margrét getur verið ánægð með sína frammistöðu en hún skoraði þrjú mörk og lagði upp tvö mörk ásamt því að spila vel eins og allar í liðinu.