Hérna má sjá hvað verður á boðstólnum á afmæli KA laugardaginn 12.janúar næstkomandi. Maturinn kemur
frá Bautanum og má segja að maður verður bara svangur á því að lesa þetta
Matseðill 1
Forréttur (þrenna)
Ofnbakaður þorskhnakki með kryddhjúp, graflaxatartar á crostini með
hunangssósu og djúpsteikt bleikja tempura með sætri chilisósu borið fram með
blönduðu salati
-----
Aðalréttur (tvenna)
Grillsteiktur lambaframhryggjarvöðvi kryddaður blóðbergi og rósmarín
og grilluð kjúklingabringa með appelsínugljáa borðið fram með
grænmetissoyarisottó ásamt spergilkáli, hazzelback kartöflu og kógasveppasósu
-----
Eftirréttur
Afmæliskaka í boði Kristjáns Bakarí