Merkjaveitingar á 85 ára afmæli KA (Myndasafn)

Hrefna Torfadóttir með Þormóði Einarssyni eftir að Móða var veitt gullmerki KA Mynd: Þórir Tryggva
Hrefna Torfadóttir með Þormóði Einarssyni eftir að Móða var veitt gullmerki KA Mynd: Þórir Tryggva

Á stórafmælum KA er hefð fyrir að veita gull-, silfur- og bronsmerki sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Engin breyting var þar á s.l. laugardagskvöld á 85 ára afmælishátíð KA. Alls voru veitt 65 merki, 36 brons, 23 silfur og 6 gull. Hér á heimasíðunni er hægt að sjá lista yfir alla þá sem hlotið hafa merki frá upphafi, en fyrstu merkin voru veitt árið 1988 á 60 ára afmæli KA. Til þess að sjá listann er hægt að smella hér.  Þórir Tryggva var að sjálfsögðu á staðnum og tók myndir.

Til að sjá myndir af merkjaveitingunni er hægt að smella hér