Mikið fjölmenni á aðalfundi knattspyrnudeildar K.A.

Mikið fjölmenni var á aðalfundi knattspyrnudeildar K.A. sem haldinn var í kvöld. Alls voru mættir 68 félagar, en sjaldan hafa verið jafn margir á aðalfundi hjá félaginu.

Fráfarandi formaður Tómas L. Vilbergsson setti fundinn og tilnefndi Gunnar Níelsson sem fundarstjóra og Gunnar Þórir Björnsson sem fundarritara. Næst fór Tómas yfir starfsemi liðins árs og bar þar hæst íslandsmeistaratilill 3. flokks karla.

Næst fóru Bjarni Áskelsson og Gunnar Jónsson yfir reikninga knattspyrnudeildarinnar. Velta deildarinnar jókst töluvert á milli ára.

Þá var gengið kosningar nýrrar stjórnar og var hún samþykkt með lófaklappi. Nýja stjórn skipa, Gunnar Gunnarsson sem verður formaður, Bjarni Áskelsson, Valgerður Davíðsdóttir, Hallur Stefánsson, Gunnar Níelsson, Tómas Lárus Vilbergsson og Auðunn Víglundsson . Stjórnin mun skipta með sér verkum á fyrsta fundi.

Nokkrar umræður sköpuðust undir liðnum ýmis mál, s.s. um fyrirhugaðar vallarframkvæmdir á K.A. svæðinu.

Tómas Lárus færði Magnúsi Sigurólasyni og Gunnari Gunnarssyni gjafir og þakkir fyrir þeirra störf í þágu knattspyrnudeildarinnar en Magnús hættir stjórnarstörfum eftir magra ára stjórnarsetu og Gunnar lét nýlega af stöfum sem framkvæmdastjór deildarinnar eftir 6 ára starf.

Í lok fundar var fundargestum boðið uppá veitingar í boði knattspyrnudeildar.

Myndir frá fundinum hér