Þorvaldur Jónsson lést þann 28. júní.

Minning
Minning

Þorri eins og við kölluðum hann var aðeins fimmtugur að aldri þegar hann lést eftir baráttu við krabbamein. Þorri var mjög fjölhæfur íþróttmaður. Hann lék bæði handknattleik og knattspyrnu með meistaraflokkum KA um árabil og varði þar markið í báðum greinum. 
Auk þessa var hann skíðamaður góður, Íslandsmeistari í göngu, stökki og norrænni tvíkeppni, og golfari góður einnig.

Knattspyrnufélag Akureyrar vottar eiginkonu Þorra, börnum hans og öðrum aðstandendum sína dýpstu samúð.