Við erum að fara yfir söguna hér á KA síðunni og nú erum við búin að setja inn myndbönd frá öllum leikjum KA í úrslitakeppninni tímabilið 1996-1997 og því hægt að upplifa aftur leið KA að sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í handknattleik.
KA liðið var ógnarsterkt þennan veturinn og var gríðarlega vel stutt af frábærum stuðningsmönnum. Sjón er sögu ríkari og við hvetjum alla til að kíkja á þessa gersemi!