Í gær 11. ágúst var haldið upp á 30 ára afmæli félagsheimilis KA. Húsið var formlega opnað þann 28. júní árið 1986 en ákveðið var að halda upp á tímamótin í gær enda var mikið um að vera á KA-svæðinu í kringum afmælisdaginn sjálfan.
Hrefna Gunnhildur Torfadóttir formaður KA og Hermann Sigtryggsson fyrrum formaður KA héldu ræður áður en byggingarnefnd félagsheimilisins fékk afhent plögg í þakkarskyni fyrir alla vinnuna við byggingu hússins. Í byggingarnefndinni voru þeir Guðmundur Heiðreksson, Hermann Sigtryggsson, Jóhann Aðalsteinsson, Hreiðar Jónsson og Stefán Gunnlaugsson.
Guðmundur Heiðreksson, Hermann Sigtryggsson og Jóhann Aðalsteinsson voru á svæðinu en Stefán Gunnlaugsson féll frá fyrr á árinu og Hreiðar Jónsson komst ekki að þessu sinni.
Að sjálfsögðu var svo grillað fyrir gesti og gangandi auk þess sem að glæsilegar tertur sérmerktar tilefninu voru í boði.
Í veislunni voru sýndar myndir frá byggingu og vígslu hússins sem Hermann Sigtryggsson tók á sínum tíma en Hermann var formaður KA á árunum 1956-1962. Smelltu á myndina hér fyrir neðan til að sjá myndirnar skemmtilegu:
Að vanda var Þórir Tryggvason ljósmyndari á svæðinu og myndaði viðburðinn í bak og fyrir og má sjá myndir hans með því að smella á myndina hér fyrir neðan: