Myndir frá jólamóti árganga 1984-1989

Undanfarin ár hafa nokkrir leikmenn úr fyrri árgöngum handboltans hjá KA komið saman í KA heimilinu í kringum jól. Engin undantekning var þetta árið og mættu kempur til leiks á annan í jólum. Flestir úr árgöngum 1984, 85, 86 og 87 auk nokkurra yngri, t.d. var góður hópur úr árgangi 1989 og nokkrir enn yngri.

Sett var upp fjögurra liða (árganga) mót og var hart barist eins og við var að búast. Þarna voru mættir leikmenn úr íslensku deildunum, sumir leika erlendis, t.d. einn landsliðsmaður sem að þessu sinni var fyrst og fremst í hlutverki liðsstjóra utanvallar.

Þórir Tryggvason leit við og smellti af slatta af myndum sem er hægt að skoða með því að smella hér.