Án allra þeirra fjölmörgu sjálfboðaliða sem lögðu hönd á plóg að þessu sinni eins og jafnan áður er slíkt viðamikið mótshald ekki mögulegt. Framlag allra þessara sjálfboðaliða, iðkendanna í KA og allra annarra sem lögðu hönd á plóg við framkvæmd N1-mótsins verður aldrei fullþakkað. Knattspyrnudeild KA vill hér með koma á framfæri innilegu þakklæti fyrir allt þetta mikla og góða starf. Enn einu sinni hefur KA-fólk sýnt þann kraft og samtakamátt sem býr í félaginu.
Það mátti heyra á gestum okkar að þeir voru almennt mjög ánægðir með N1-mótið og framkvæmd þess. Fyrir allt það hrós og lof sem á okkur var borið viljum við þakka hér með og senda þátttakendum í N1-mótinu, foreldrum þeirra, þjálfurum, liðsstjórum og öðrum gestum bestu kveðjur með þökk fyrir komuna. Við sjáum ykkur vonandi sem flest að ári.
Með bestu kveðju og þökk,
Óskar Þór Halldórsson,
framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KA