Námskeið ÍSÍ: Fararstjórar í íþróttaferðum

Íþrótta- og ólympíusambandið í samvinnu við ÍBA efnir til námskeiðs fyrir fararstjóra í íþróttaferðum á morgun, 19. september, kl. 17.30-19.30. Ókeypis aðgangur og öllum opið. Allir þátttakendur fá skjal frá ÍSÍ með staðfestingu á þátttöku.

Á námskeiðinu verður leitast við að svara eftirfarandi spurningum:

- Hvert er hlutverk fararstjóra í íþróttaferðum?

- Hafa þeir sérstakt hlutverk?

- Eiga kannski íþróttaþjálfararnir að ráða og taka ábyrgð á öllu?

- Hvað með reglur, agabrot og viðurlög, viðbrögð við neyðarástandi o.fl.?

Skráning á námskeiðið er á iba@iba.is

Fyrirlesari á námskeiðinu verður Gústaf Adolf Hjaltason úr framkvæmdastjórn ÍSÍ.