Í kvöld var haldið einskonar framhald af fundi sem haldinn var s.l. mánudag um uppbyggingu á KA - svæðinu. Því miður létu mjög fáir sjá sig á fundinum eða aðeins um 20 manns.
Stefán Gunnlaugsson formaður setti fundinn og gaf það til kynna að á honum skyldi loka ákvörðun tekin um uppbygginguna. Hann sagði að framkvæmdir muni hefjast í haust og því er brýnt að vinna málin hratt.
Magnús Magnússon verkfræðingur var fenginn til að reyfa þær tvær hugmyndir sem á borðinu lágu og
svo hófust almennar umræður milli fundarmanna. Ásamt staðsetningu stúku var stóra grasmálið heitt, en sumir eru á móti
því að svokallað keppnisgras verði lagt á völlinn.
Að lokum var svo innt eftir skoðunum knattspyrnudeildar sem voru þær að völlur skyldi snúa A-V og yrði hann lagður með hinu svokallaða
keppnisgrasi. En menn telja það besta kostinn upp á nýtingu vallarins.
Því er það staðfest að tillaga 1, þ.e. völlur og stúka snúi A-V með keppnisgrasi hefur verið valin og verður unnið út
frá henni á næstunni.