Fimm drengir fæddir 1999 og 2000 voru boðaðir á landsliðsæfingar KSÍ um helgina. Þeir fara á landsliðsæfingar föstudag, laugardag og sunnudag ásamt því að þeir drengir sem eru fæddir 1999 fara á fund þar sem Halldór landsliðsþjálfari U17 karla skerpir á hlutunum.
Þeir drengir sem voru boðaðir frá KA eru:
Angantýr Máni Gautason (2000)
Aron Dagur Jóhannsson (1999)
Áki Sölvason sóknarmaður (1999)
Daníel Hafsteinsson (1999)
Frosti Brynjólfsson (2000)
Aðra helgi þá eru fjórar stúlkur boðaðar á landsliðsæfingar. Sama skipulag verður hjá þeim en þær munu æfa föstudag, laugardag og sunnudag undir stjórn Úlfars Hinriks þjálfara U17 kvenna.
Þær stúlkur sem voru boðaðar frá KA eru:
Margrét Árnadóttir (1999)
Rakel Sjöfn Stefánsdóttir (2000)
Saga Líf Sigurðardóttir (1999)
Æsa Skúladóttir (1999)