Þegar árið 2014 er gert upp þá er það ánægjuefni að nefna að níu leikmenn frá KA léku með yngri landsliðum Íslands. Ber þar helst að nefna að á Norðurlandamóti U17 kvenna í sumar áttum við fjórar stelpur þar af báða markmennina í hópnum.
Einnig tóku mörg ungmenni frá félaginu þátt í æfingum á vegum KSÍ, á landsliðsæfingum í Reykjavík og á Laugavatni sem og á landshlutaæfingum á Norðurlandi.
Þeir leikmenn sem spiluðu fyrir Íslands hönd á árinu voru:
Anna Rakel Pétursdóttir f. 1998
Bjarki Þór Viðarsson f. 1997
Fannar Hafsteinsson f. 1995
Gauti Gautason f. 1996
Harpa Jóhannsdóttir f. 1998
Ólafur Hrafn Kjartansson f. 1997
Saga Líf Sigurðardóttir f. 1999
Sara Mjöll Jóhannsdóttir f. 1998
Ævar Ingi Jóhannesson f. 1995