Nóg um að vera um helgina

Það er óhætt að segja að það sé um margt að velja í íþróttalífinu um helgina, leikið er bæði í KA heimilinu og Íþróttahöllinni.

Blak
Föstudaginn 13. febrúar mætast KA og Afturelding í Mizuno deild kvenna, leikurinn hefst í KA heimilinu klukkan 20:00. Afturelding er efst í deildinni en KA konur sitja í neðsta sæti  þrátt fyrir langþráðan sigur á Þrótti Reykjavík á dögunum.
Liðin mætast svo aftur í KA heimilinu klukkan 13:30 á laugardaginn.

Karlalið KA tekur á móti Fylki á laugardaginn klukkan 15:30. KA liðið er í 4. sæti deildarinnar með 13 stig en Fylkir í því 5. með 8 stig.

Handbolti
Klukkan 21:30 á föstudag spilar strákarnir á yngra ári 4. flokks við Fram, sá leikur er í KA-heimilinu.
Á laugardaginn klukkan 13:30 spilar 2. flokkur Akureyrar við HK, sá leikur verður í Íþróttahöllinni.
Strax á eftir eigast KA og ÍBV við í 4. flokki karla, sömuleiðis í Íþróttahöllinni.

Meistaraflokkur KA/Þór spilar gegn Selfyssingum í Olísdeild kvenna. Sá leikur er klukkan 17:30 í KA heimilinu. Selfoss er í 9. sæti deildarinnar en KA/Þór er í því 11.

Klukkan 19:00 á laugardaginn spila KA2 gegn Fylki-2 á yngra ári 4. flokks karla. Spilað er í KA heimilinu.
Á sama stað og strax á eftir, klukkan 20:00 er leikur hjá 3. flokkur karla, þar eigast við KA og Stjarnan.

Handboltinn heldur svo áfram á sunnudaginn.
Í KA heimilinu mætast KA og Stjarnan aftur í 3. flokki karla, sá leikur hefst klukkan 11:00.

Í Íþróttahöllinni mætast KA og ÍBV2 í 4. flokki karla klukkan 11:30.

Eldra ár 4. flokks kvenna hjá KA/Þór mætir Fjölni í KA heimilinu klukkan 12:30.

3. flokkur kvenna KA/Þór spilar bikarleik við Selfoss klukkan 13:45. Sá leikur er líka í KA heimilinu.

Hamrarnir spila gegn toppliði 1. deildar karla í Íþróttahöllinni klukkan 16:00 á sunnudaginn (skv. vef HSÍ). Hamrarnir eru í baráttu um að komast í umspilssæti.

Þar að auki spilar svo meistaraflokkur Akureyrar útileik gegn Aftureldingu klukkan 16:00 á sunnudaginn en sá leikur er reyndar í Mosfellsbænum.