Nóg um að vera um helgina - handbolta og fótboltaleikir og afmæli

Það verður nóg um að vera hjá KA um helgina.

Á föstudagskvöld kl. 21:00 leikur KA2 gegn Þór í Boganum í fyrstu umferð Kjarnafæðimótsins í fótbolta.

Á laugardaginn leika meistaraflokkur og þriðji flokkur kvenna í handbolta leiki í KA-heimilinu. Meistaraflokkur leikur gegn FH kl 15:00 og er frítt á völlinn. Strax á eftir meistaraflokksleiknum leikur 3. flokkur kvenna við FH.
Einnig á laugardaginn, kl. 15:00 leikur KA gegn Leikni F. í Kjarnafæðismótinu í Boganum.

Á sunnudaginn eru tveir handboltaleikir hjá 3. flokki kvenna. Báðir gegn Val og hefjast þeir 13:00 og 14:30.

Þá er afmælisfagnaður í KA-heimilinu vegna 88 ára afmælis KA kl. 14:00. Þar verður margrómað kökuhlaðborð fyrir gesti og gangandi, ásamt fleiri góðum dagskrárliðum.