Ný heimasíða KA!

Þá er kominn í loftið nýr vefur Knattspyrnufélags Akureyrar. Gerð var tilraun með það í fyrra að sameina allar deildir félagsins í eitt vefkerfi, en allar deildirnar voru að vinna hver í sínu horni með vefina. Það tókst geysilega vel og nú var ákveðið að ganga skrefið til fulls og ræsa nýjan vef með nýju útliti. Það er Stefna sem að annaðist vefsmíðina og hönnun útlits í samráði við Sigurð Þorra vefstjóra. Á Stefnu starfar mikið fagfólk og hefur samstarfið verið einstaklega gott. Unnið er að því að uppfæra alla hluti og gæti einhverjir hnökrar verið á síðunni svona fyrsta daginn. Ef þú getur bent okkur á eitthvað sem ekki er í lagi skaltu endilega hafa samband á siggi@ka-sport.is.