Nýjar siðareglur KA

Aðalstjórn KA samþykkti nýverið nýjar siðareglur félagsins sem allir félagsmenn ættu að kynna sér. Það er von okkar allra um að allt starf í kringum KA sé til fyrirmyndar og félagi okkar til sóma hvort sem um ræðir leikmenn, þjálfara, starfsmenn, stjórnarmenn, forráðamenn eða almenna stuðningsmenn.

Siðareglurnar má nálgast undir "Um KA" í "Um Félagið" eða með því að smella hér, siðareglur KA.