Nýji varabúningur fótboltans að detta í hús!

Nýja treyjan
Nýja treyjan

Rétt í þessu voru að detta í hús fyrstu búningarnir frá Diadora, en Diadora er eins og var tilkynnt fyrir nokkrum vikum okkar nýjasti styrktaraðili þegar kemur að búningum félagsins.

Má hér sjá liðsstjóra liðsins, Petar, skarta nýja varabúningnum. En stuttbuxurnar, sem eru bláar, voru ekki komnar fyrir myndatökuna.

Til gamans má geta að þessir litir voru ekki valdir að handahófi, heldur voru fyrstu keppnisbúningar KA einmitt rauðir og hvítir. Það má því segja að það sé heilmikil saga á bakvið þennan glæsilega búning.

Lið KA árið 1929Hér má sjá knattspyrnulið KA árið 1929 í rauð/hvíta búningnum

Myndir af aðaltreyju liðsins munu koma fljótlega.