Ólafur Aron og Ýmir Már framlengja samninga sína

Aron, Bjarni og Ýmir eftir undirritun.
Aron, Bjarni og Ýmir eftir undirritun.

Ólafur Aron Pétursson og Ýmir Már Geirsson hafa gert þriggja ára samninga við KA. Þetta eru frábærar fréttir en þeir báðir hafa verið að leika vel á undirbúningstímabilinu og eiga framtíðina fyrir sér.

Ólafur Aron er fæddur 1995 og er því búinn með 2. flokk félagsins. Hann kom við sögu í 6 leikjum í Lengjubikarnum. Hann gerir þriggja ára samning við KA.

Ýmir Már Geirsson er fæddur árið 1997 og kom við sögu í 8 leikjum í Lengjubikarnum og er búinn að skora í þeim þrjú mörk. Hann gerir einnig þriggja ára samning við KA.