Ólafur Aron Pétursson og Ýmir Már Geirsson hafa gert þriggja ára samninga við KA. Þetta eru frábærar fréttir en þeir báðir hafa verið að leika vel á undirbúningstímabilinu og eiga framtíðina fyrir sér.
Ólafur Aron er fæddur 1995 og er því búinn með 2. flokk félagsins. Hann kom við sögu í 6 leikjum í Lengjubikarnum. Hann gerir þriggja ára samning við KA.
Ýmir Már Geirsson er fæddur árið 1997 og kom við sögu í 8 leikjum í Lengjubikarnum og er búinn að skora í þeim þrjú mörk. Hann gerir einnig þriggja ára samning við KA.