Þriðjudaginn 29.apríl standa KA og KSÍ fyrir dómaranámskeiði í KA heimilinu kl 19.30. Námskeiðið er fyrir alla þá sem hafa áhuga á því að kynna sér reglurnar í fótboltanum og sjá fótboltann með öðrum augum. Þetta er rúmlega klukkutíma námskeið og síðan viku seinna er próf sem öllum er frjálst að taka eða sleppa ef fólk kýs að gera það.
Þetta er einstakt tækifæri fyrir foreldra að koma og sjá hversu margar reglur eru í gangi í boltanum og auka þekkingu sína á þessari frábæru íþrótt.
Þóroddur Hjaltalín Jr. sér um námskeiðið og hefur hann skemmtilega nálgun á þetta og þeir sem hafa farið á námskeið til hann hafa farið mjög ánægðir út.
Þeir sem öðlast dómararéttindi eiga þann möguleika að ná sér í dómaraskýrteinni eftir sumarið ef dæmt er x fjölda leika og gildir skýrteinið sem aðgöngu miði á alla leiki á vegum KSÍ í öllum deildum sem og landsleikjum.