Opinn félagsfundur 16. maí

KA verður með opinn félagsfund í KA-Heimilinu þann 16. maí næstkomandi klukkan 17:15 en til umræðu verður framtíðaruppbygging á KA-svæðinu sem og rekstrarumhverfi KA. Gríðarlega mikilvægt er að KA fólk fjölmenni á fundinn enda gríðarlega mikilvægir tímar hjá félaginu okkar.

KA stendur á tímamótum en félagið hefur stækkað gríðarlega mikið að undanförnu og nú er mikilvægt að ræða framtíðina. Ef að þú átt iðkanda í KA, ert félagsmaður í KA, styður KA í leik og keppni eða býrð á Brekkunni þá kemur málefni þessa fundar þér við.

Nú þurfum við KA menn að sýna samstöðu, sjáumst á þessum gríðarlega mikilvæga fundi, áfram KA!