Opna Dorramótið 28. des - skráning hafin!

Það verður hart tekist á 28. des!
Það verður hart tekist á 28. des!

Mótið er haldið til heiðurs og minningar Steindórs Gunnarssonar sem var mikill KA-maður. Steindórs eða Dorra eins og hann var kallaður verður ætíð minnst sem eins harðasta KA-manns allra tíma. Hann unni félaginu af heilum hug og lagði því til ómælda vinnu, sem aldrei verður fullþökkuð.

Skráning er hafin fyrir Opna Dorramótið 2013 sem er innanhúsmót í KA-heimilinu. Mótið fer fram 28. desember og er frá kl 12:00 til 17:00. Í mótslok er boðið upp á pizzu og geta menn keypt sér drykki.  

Lið:
* 4-8 leikmenn
* aldurstakmark er 20 ára
* 4 inná í einu
* 1000 kr per þátttakanda
* Hámarks liðafjöldi eru 10 lið

Skráning:
*
 Senda póst á adalbjorn10@ru.is
* Nafn liðs
* Fjöldi liðsmanna
* Aldurskeppni
* Tengiliður / símanúmer