Örfréttir KA

Undanfarna þrjá mánudaga hafa verið sendar úr örfréttir frá KA í tölvupósti. Hægt er að skrá sig á þennan tölvupóstlista með því að hafa samband við Siguróla (siguroli@ka.is). Hér má sjá fréttir vikunnar.

Almennt:

- Fylgist vel með á heimasíðu KA á næstu misserum. Nú eru að fara í sölu glæný KA-rúmföt og KA-derhúfur. Bæði er ný og glæsileg hönnun og er von á vörunum á næstu vikum.

- Konukvöld KA er 19. mars næstkomandi. Takið daginn frá, dagskráin verður flott.

- Herrakvöld KA er í apríl, dagsetning send út síðar.

 

Fótbolti

-  KA leikur gegn Víking Ólafsvík í Boganum kl. 15:00 á laugardaginn í Lengjubikarnum

-  Meistaraflokkur KA er að hefja sölu á happadrættismiðum vegna æfingaferðar sinnar til Spánar í byrjun apríl. Fylgist með á Facebook og KA-síðunni fyrir nánari upplýsingar – vinningaskráin er vægast sagt glæsileg.

Blak

-  Kvennaliðið tryggði sér í undanúrslitin í bikarnum í vikunni sem leið með sigri á Þrótti í KA-heimilinu. Bæði karla og kvennaliðið spila því í úrslitahelginni sem fram fer í Laugardalnum í mars, nánar tiltekið 19. og 20. mars.

- Karlalið KA lék tvo leiki gegn HK um helgina í Fagralundi og vann báða leikina, 3-2. Frábært afrek það.

- Karlalið KA leikur tvo leiki gegn UMFA, föstudag kl. 20:00 og 14:00 á laugardag. Kvennaliðið spilar einnig gegn UMFA á laugardaginn kl. 16:00 – allt í KA heimilinu

Handbolti:

- KA/Þór spilar gegn Haukum kl. 18:00 á fimmtudaginn í KA-heimilinu, í handboltatvíhöfða. Strax að loknum kvennaleiknum hefst leikur Akureyri Handboltafélags og Hauka.

- Á sunnudaginn leikur svo KA/Þór gegn Fjölni, í Reykjavík, kl. 15:00.

- 4. flokkur karla eldra ár tapaði í bikarúrslitum gegn Fjölni á sunnudaginn. Það ljáðist í síðasta pósti að segja frá frábæru afreki drengjanna, að komast í úrslitaleiknin. Þeir náðu hinsvegar ekki að vinna gullið, en gott silfur er gulli betra. Þjálfarar drengjanna eru þeir Andri Snær Stefánsson og Jón Heiðar Sigurðsson.