Siguróli Magni Sigurðsson fer yfir það helsta í fréttum hjá Knattspyrnufélagi Akureyrar í fyrsta örfréttaþætti KA-TV sem má sjá hér fyrir neðan.
Almennt
Valþór Ingi Karlsson, blakdeild, var kjörinn íþróttamaður KA á afmælishátíðinni í gær. Um 250 manns sóttu okkur heim í tilefni afmælisins sem heppnaðist einu orði sagt frábærlega.
Hrefna G. Torfadóttir, formaður KA, kynnti í ræðu sinni teikningar af framtíðarsýn KA af félagssvæðinu sem vakti mikla lukku og áhuga hjá afmælisgestum. Teikningarnar hanga til sýnis í fundarsal í KA-heimilinu fyrir þá sem ekki áttu heimagengt í gær og munu þær hanga þar eitthvað áfram.
Anna Rakel Pétursdóttir og Dagur Gautason hlutu Böggubikarinn, en þetta var í þriðja sinn sem hann var afhentur. Gunnar Níelsson, Ragnhildur Bjög Jósefsdóttir og börn gefa bikarinn í minningu systur Gunnars, Böggu okkar sem vann í KA-heimilinu en lést langt um aldur fram.
Hrefna skrifaði síðan undir nýjan styrktarsamning við Coca-cola company fyrir hönd KA. Samningurinn gildir til þriggja ára.
Þorrablót KA verður 4. febrúar. Miðasala hefst fljótlega en það er um að gera að merkja daginn í dagatalinu.
Fótbolti
KA hóf leik í Kjarnafæðismótinu í fótbolta um helgina. KA teflir fram þremur liðum á mótinu. KA lék gegn Leikni F á laugardaginn og sigraði 8-1. Mörk KA skoruðu: Hrannar Steingrímsson, Ívar Örn Árnason, Elfar Árni Aðalsteinsson, Almarr Ormarsson, Pétur Kristjánsson, Frosti Brynjólfsson, Áki Sölvason og Ólafur Aron Pétursson. Helstu atriði leiksins má sjá með því að smella hér.
KA 2 lék síðan við KF í gær og þurfti að lúta lægra haldi, 4-2. Áki Sölvason og Brynjar Skjóldal gerðu mörk KA.
Næstu leikir er sem hér segir: laugardaginn 14. janúar: KA Magni kl. 15:00 KA3 Þór2 kl. 17:00. Sunnudaginn 15. janúar: KA2-Fjarðarbyggð kl. 17:00
Þá fóru sex KA-krakkar á landsliðsæfingar í desember og stóðu sig vel. Þau voru: Aron Dagur Birnuson og Daníel Hafsteinsson með U19, Hlynur Viðar Sveinsson, Þorsteinn Þorvaldsson og Ottó Björn Óðinsson með U17 og Saga Líf Sigurðardóttir með U17
Handbolti:
Nú er handboltastarfið að fara á fullt eftir stutt jólafrí. Aðeins einn handboltaleikur var liðna helgi þegar að Akureyri-U gerði jafntefli við ÍR U í Höllinni.
Fjölmargir leikir eru næstu helgi í KA heimilinu en þá má sjá hér um að gera að kíkja við og kíkja á flottan handbolta
Föst 20:15 KA-FH 3. kk
Laug 13:15 KA-Valur 4. kk
Laug 14:15 KA-Valur 4. kk
Laug 16:30 KA/Þór-Stjarnan 4.kvk
Laug 17:45 KA/Þór-Stjarnan 4. kvk
Sun 12:15 KA/Þór- Stjarnan 4.kvk
Þá fer kvennalið KA/Þór suður yfir heiðar um komandi helgi og leikur tvo leiki gegn Víking og Aftureldingu. Mikilvægir leikir þar sem stelpurnar eru í toppbaráttu í 1. deild kvenna.
Nú eru að fara af stað tækniæfingar hjá handknattleiksdeild í KA-heimilinu á morgnanna, fyrir skóla hjá iðkendum okkar. Þær standa iðkendum til boða frítt en nánar má lesa um það með því að smella hér, frábært framtak hjá handknattleiksdeild.
Sex stúlkur voru valdar á landsliðsæfingar, sem fram fóru síðustu helgi. Í U15 ára liðinu var Helga María Viðarsdóttir, í U17 liðinu voru þær: Anna Þyrí Halldórsdóttir, Ólöf Marín Hlynsdóttir, Heiðbjört Guðmundsdóttir og Margrét Einarsdóttir. Í U19 ára liðinu var síðan Ásdís Guðmundsdóttir
Blakdeild
Hristyian Dimitrov hefur verið við æfingar og keppni með Búlgarska landsliðinu í blaki að undanförnu. Hristyian er einn efnilegasti leikmaður KA um þessar mundir og hefur hann staðið sig vel í keppni með KA í deildinni. Þá var Þórarinn Jónsson einnig á landsliðsæfingum um liðna helgi með U19 ára landsliðinu en þeir stefna til Rúmeníu að taka þátt á móti þar í janúar.
KA fór ekki ferð til fjár til Neskaupsstaðar um helgina þar sem liðið lék þrjá leiki, tvo karla og einn kvenna.
Kvennaliðið tapaði 3-0 en Arnrún Eik Guðmundsdóttir var stigahæst hjá KA með 13 stig
Karlaliðið tapaði 3-1 og 3-0 í tveimur viðureignum. Alexander Arnar Þórisson var stigahæstur með 20 stig í fyrri leiknum en Ævarr Freyr Birgisson skoraði 13 stig fyrir KA í síðari leiknum.
Það var að nógu að taka í þessum pósti en að lokum vill ég minna á áramótaþátt KA-TV þar sem undirritaður og Sævar Pétursson, framkvæmdarstjóri, gerðu upp árið 2016 hjá KA. Þáttinn má sjá með því að smella hér.