Örfréttir KA vikuna 11.-18. apríl 2016

Hér koma örfréttir KA vikuna 11.-18. apríl. Örfréttir KA eru sendar út með tölvupósti alla mánudaga og er hægt að komast á póstlistann með því að hafa samband við Siguróla (siguroli@ka.is)

Almennt

-          Aðalfundur KA fer fram á miðvikudaginn kl. 18:00 í KA-heimilinu

-          Konukvöld KA er á laugardaginn og enn eru til miðar. Þetta var frábær skemmtun í fyrra og stefnir í enn betra kvöld í ár. Þið getið pantað miða í gegnum mig.

-          Ársþing ÍBA er á þriðjudagog fara 7 fulltrúar frá KA á þingið.

 

Handbolti

-          Meistaraflokkur kvenna lauk keppni í síðustu viku. Þær töpuðu fyrir Stjörnunni á heimavelli og enda veturinn í 11. sæti og fara ekki í úrslitakeppni

-          Meistaraflokkur karla (Akureyri) tapaði síðasta leiknum sínum gegn Fram og mæta Haukum í úrslitakeppninni og spila fyrsta leikinn á fimmtudaginn á útivelli. Þeir leika svo á laugardaginn í KA-heimilinu kl. 16:00

-          3. flokkur kvenna endar veturinn í 3. sæti 1. deildar og fer í úrslitakeppni þar sem þær mæta Fram. Þær léku þrjá síðustu deildarleikina um helgina og töpuðu tveimur.

-          4. fl kvenna eldra ár lenti í 2. sæti í 2. deild en yngra árið lenti í 8. sæti í 2. deild. Eldra árið spilar í úrslitakeppninni á móti Fylki.

-          3. flokkur karla lenti í 7. sæti í 1. deild 

-          4. flokkur karla eldri lenti í 3. sæti í 1. deild og spilar við ÍR í úrslitakeppni KA2 lenti í 5. sæti í 2. deild og leika við Þór í B-úrslitakeppni en yngra árið endaði í 6. sæti í 1. deild og leikur við HK1 í úrslitakeppni.

-          Sigþór Gunnar Jónsson og Ásgeir Kristjánsson voru við landsliðsæfingar um helgina með U-18 ára liði Íslands

-          Bernharð Anton Jónsson lék með U-21 ára liði Íslands sem vann sinn undanriðil fyrir EM sem fram fór í Póllandi

Fótbolti

-          Meistaraflokkur karla kemur á heim á morgun úr vel heppnaðri æfingaferð til Spánar. Strákarnir hafa æft gríðarlega vel og leikið sér inn á milli. Um helgina fóru þeir m.a. á leik Valencia og Sevilla í Spænsku úrvalsdeildinni.

-          Um helgina lék 3. flokkur karla æfingaleiki við Breiðablik sem komu hér í vel heppnaða æfingaferð um helgina. Blikar voru sterkari á vellinum og unnu leikina en virkilega gaman er þegar lið að sunnan heimsækja okkur á undirbúningstímabilinu og brjóta upp þá hefð að spila mikið bara við Þór.

Blak

-          Úrslitakeppni karla hófst um helgina þegar að KA sigraði Stjörnuna í fyrsta leik undanúrslitanna. Liðin mætast aftur á þriðjudag kl. 19:15 í KA-heimilinu og með sigri getur KA tryggt sér í úrslitaeinvígið.

-          Stelpurnar okkur kláruðu veturinn með sigri á UMFG á föstudagskvöldið.

-          Það gleymdist í síðasta pósti að: 3. flokkur kvenna varð Íslandsmeistari B-liða í blaki helgina 2.-3. apríl!