Lið KA/Þórs tók á móti Aftureldingu í Olís-deild kvenna á laugardaginn var. Eftir jafnan fyrri hálfleik, sýndi KA/Þór styrk sinn og vann að lokum öruggan sigur, 34-27.
Þetta var annar sigur liðsins í röð á heimavelli og er liðið því komið með fimm stig og búið að spyrna sér frá botninum og stendur nú í 12. sæti.
Birta Fönn Sveinsdóttir var markahæst KA/Þór með 8 mörk og Hulda Bryndís Tryggvadóttir gerði 6 mörk. Systir hennar, Erla Hleiður skoraði fimm, líkt og Arna Kristín Einarsdóttir.
Næsti leikur stelpnanna er strax á morgun þegar þær fara suður yfir heiðar og leika gegn botnliði ÍR í Austurbergi.