Nú þegar sumarið er að líða sitt skeið og hefðbundið vetrarstarf að hefjast er gríðarlegt magn af óskilamunum í KA-heimilinu. Óskilamunirnir eru á borðum við veislusalinn okkar (á leið inn í íþróttasalinn).
Þann 15. september verður farið með alla óskilamuni á Rauða Krossinn þannig endilega, ef þið saknið einhvers, kíkiði til okkar og athugið hvort að þið finnið ekki flíkur sem saknað er.