Pétur Heiðar Kristjánsson í KA (Staðfest)

Pétur í Dalvíkurbúningnum
Pétur í Dalvíkurbúningnum

KA hefur samið við Pétur Heiðar Kristjánsson um að leika með félaginu út þessa leiktíð. Pétur kemur til KA frá Dalvík/Reyni þar sem hann var einnig þjálfari. KA-menn eru gríðarlega ánægðir með þennan liðstyrk en Peddi, eins og hann er oft kallaður, þekkir innviði félagsins vel enda hefur hann þjálfað yngri flokka þess við góðan orðstír.

Pétur getur leikið hinar ýmsu stöður á vellinum og gegn KA í bikarnum í vor lék hann sem miðvörður og miðjumaður. Pétur mun koma til með að styrkja og breikka hóp KA í átökunum sem eru framundan. 

Pétur er fæddur árið 1982 og hefur leikið með liðum á borð við Dalvík, Hamrarnir/Vinir og Þór, ásamt því að hafa leikið erlendis, bæði í Danmörku og Noregi.

KA býður Pétur hjartanlega velkominn til félagsins og hlakkar til þess að sjá hann í gulu treyjunni.