Pétur Heiðar ráðinn á skrifstofu KA

Pétur Heiðar Kristjánsson hefur verið ráðinn til starfa á skrifstofu KA. Pétur hóf störf 1. febrúar síðastliðin, en meðfram þessu starfi þjálfar hann fjóra flokka hjá yngriflokkum KA í knattspyrnu.

Helstu störf Péturs á skrifstofu mun vera að leikgreina og klippa saman myndbrot úr leikjum KA, hvort sem um er að ræða yngri flokka eða meistaraflokk. Pétur er með töluverða reynslu á þessu sviði og um er að ræða enn eitt framtakið hjá knattspyrnudeild KA til þess að gera starf okkar markvissara og betra. 

Síðastliðið haust þegar þjálfarar knattspyrnudeildar KA fóru í fræðsluferð til Danmerkur varð þeim ljóst að gríðarlega mikið og gott starf er unnið í gegnum leikgreiningu af myndböndum í leikjum og æfingum hjá akademíum erlendis. KA stefnir hátt og er þetta eitt af fjölmörgum skrefum í átt að því að komast á par við önnur frammúrskarandi lið.

Við bjóðum Pétur hjartanlega velkominn til starfa.