Pétur Heiðar Kristjánsson, miðjumaðurinn öflugi, skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við KA.
Pétur Heiðar er 33 ára gamall og kom til KA á miðju sumri í fyrra frá Dalvík/Reyni. Pétur kom við sögu í tveimur leikjum KA í sumar. Ásamt því að leika knattspyrnu þjálfar Peddi, eins og hann er oftast kallaður, yngri flokka KA við góðan orðstír.
KA menn eru virkilega ánægðir að hafa klófest Pétur fyrir átökin í sumar en reynsla hans vegur þungt í hópnum.